Brrrrrrrr!

Ég for ķ ferš meš leišsögn um Jaipur į föstudaginn. Leišsögumašurinn var Rajastani meš tilkomumikiš yfirvararskegg, en menn leggja mikiš upp śr slķku hér um slóšir. Žvķ mišur var varla hęgt aš skilja hann, hreimurinn var svo žykkur, en mašur nįši svona helmingnum og gat notaš leišsögubókina til aš geta ķ eyšurnar. Viš skošušum mešal annars höll fyrrum maharajans af Jaipur, stjörnuskošunarstöšina Jantar Mantar, 2 tilkomumikil en frekar hrörleg virki, og Amber-virkiš, sem er fręgt fyrir stęrš og fegurš. Śtsżniš žašan ku vera hiš fegursta, en žaš var bara allt of mikil žoka til aš mašur sęi mikiš.

Svo var fariš meš okkur ķ tvęr verslanir, undir žvķ yfirskini aš sżna okkur hefšbundiš rajastanskt handverk. Reyndar voru bįšar verslanirnar meš tiltölulega vandaš handverk, en bara ķ dżrari kantinum, svona rétt til aš žeir geti haft eitthvaš upp śr žessu įsamt žvķ aš borga leišsögumanninum umbošslaun. Žetta var reyndar ferš į vegum feršamįlarįšs rķkisins – hvernig ętli feršir į vegum feršaskrifstofanna séu žį?

 

Ég pantaši mér far til Udaipurį laugardagskvöldiš og lenti į bišlista. Fékk svo stašfest aš ég fengi far og var komin śt į lestarstöš góšum tveimur klukkutķmum fyrir brottför – aš ég hélt. Lestinni seinkaši sķšan – įtti aš fara af staš kl. 22:30, en gerši žaš ekki fyrr en 6:30. Į endanum var hśn 9 tķmum į eftir įętlun, og ég įtti vonda nótt į lestarpallinum žvķ žaš var alltaf veriš aš smį-mjatla ķ mann seinkuninni ķ staš žess aš lįta vita strax hversu mikil hśn yrši endanlega. Žvķ var ómögulegt aš leita sér gistingar. Ég svaf į endanum samanhnipruš undir kasmķrsjalinu sem mér var gefiš ķ Delhi, į gólfi lestarstöšvarinnar ķ napurlegri žoku sem gerši allt rakt og žvalt. Enda er ég nśna komin meš heiftarlegt kvef ofan ķ mig og hósta ķ sķfelldu.

En ég var fljót aš finna įgętis hótel, nógu langt frį vatnsbakkanum til aš žaš er ekki mikiš um moskķtóflugur (bara 4 bit komin), en nógu stutt til aš vera ķ göngufęri. Meira į morgun.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hę hę Jóhanna mķn, gaman aš fį fréttir af žér og ęvintżrum žķnum ķ Indlandi.

Lošni leišsögumašurinn žinn hljómar hreint kostulega, kannast viš svona leišsöguferšir ķ verslanir frį feršum mķnum um Asķu hérna ķ denn :)

Indverskar lestarstöšvar hljóma nś hreint ekki vel og stundvķsi viršist ekki vera hįtt skrifuš žarna...en gott aš žś komst į endanum į įfangastaš. Nś drķf ég mig į netiš og googla Udaipur :) 

Bestu kvešjur,

Svava

Svava 16.11.2009 kl. 13:03

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Aprķl 2025
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbśm

Nżjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frį upphafi: 33123

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband