Föstudagur, 13. nóvember 2009
Rigning in Jaipur
Jaipur er fræg fyrir ýmislegt, en rigning í nóvember er ekki eitt af því. Þegar ég kom hingað, klukkan ca. 6 í gærmorgun, þá var mjög rigningarlegt, og það byrjaði að rigna um það leiti sem ég tékkaði mig inn á glænýtt hótel. Það er að vísu í nokkuð löngu göngufæri frá aðalaðdráttarafli borgarinnar, virkisborginni, en bætir það upp með því að vera nálægt lestarstöðinni.
ég lagði mig til hádegis og labbaði svo af stað og var komin upp í virkisborgina um kl. 13:30.
Hún er stór! Það tók mig örugglega hátt í 40 mínútur að labba inn í hana miðja, þar sem hinn stórfurðulega og glæsilega höll vindanna er staðsett. Byggingarstíllinn er í hreinræktuðum piparkökuhúsastíl, með allskonar flúri og skrauti sem hefur verið snilldarlega höggið út í steininn.
ég fór inn og skoðaði hana baka til líka, og þó hún sé ekki jafn glæsilega þar, þá er hún alls ekki slæm.
á heimleiðinni tók aldeilis að kárna gamanið, því ég villtist. ég er ekki ennþá farin að venjast því að það fer að dimma hérna upp úr fimm, og er mjög fljótt að verða mjög dimmt. Götulýsingar eru ekki góðar, 1 ljósastaur lýsir hér upp svæði sem við mundum nota 2-3 staura, og perurnar lýsa ekki jafn vel. Jafnframt tók að rigna meira, og kólna. ég var kvefuð fyrir, og er ekki betri í dag.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er tilkomumikil höll sem þú hefur verið að skoða, þarf að gúggla hver saga hennar er. Hvað verður þú lengi í Jaipur?
Það hljómar nú ekki vel að villast í myrkrinu, farðu í guðanna bænum varlega Jóhanna mín. Vonandi hressist þú fljótt af kvefinu.
Kærar kveðjur frá fróni.
Anna Kapitola.
Anna Kapitola 15.11.2009 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.