Meira frá Shimla

Ég hef það mjög gott hérna, er í besta yfirlæti en mikið, djö. er kalt hérna á nóttunni. Hitinn fer upp í kannski þetta 15 til 18 gráður á daginn og dettur niður undir frostmark á nóttunni, og það er engin kynding í húsinu nema hitablásarar sem ráða illa við kuldann. Sem betur fer hef ég ágæta, þykka ábreiðu yfir mér og fyrst ég er ekki búin að kvefast nú þegar, þá efast ég að það gerist héðan af.

 

Í morgun fór ég ein í labbitúr upp á Observatory Hill, sem er ein af hæðunum sem borgin stendur á. Þar stendur stórt hús eða öllu heldur lítil höll, sem var á sínum tíma aðsetur bresku landsstjóranna á Indlandi, en Shimla var sumarhöfuðborg landsins um langt skeið. Það var reyndar Dufferin lávarður sem lét byggja húsið, en hann skrifaði ferðasögu frá Íslandi þegar hann var yngri, Letters from High Latitudes. Svona geta tengsl á milli staða verið óvænt.

 Eftir hádegi fór ég í gönguferð um borgina með gestgjafanum mínum. Við kíktum á basarinn og skoðuðum ýmsa skemmtilega ranghala borgarinnar. Sumir borgarhlutar þar sem eru bara gömul hús eru eins og þeir séu í austur-Evrópu: byggingarstíllinn er mjög evrópskur en þau eru mörg niðurnídd og illa við haldið. Úti á einu torginu hafði verið settur upp útisjónvarpsskjár og fjöldi fólks fylgdist af áhuga með krikketleik á milli Indlands og Ástralíu. Hann stendur enn, kl. 10:30 að kvöldi, og fjölskyldan sem ég dvelst hjá er öll að horfa spennt.

 Hér er svo mikil apaplága að maður getur ekki látið þá sjá sig úti á götu með mat, þá hrifsa þeir hann af manni og maður er bitinn ef maður streitist á móti. Hef því á mér góðar gætur.

Myndavélin mín er biluð. Ég er að vona að það séu bara léleg batterí sem valda, en ef ekki þá verð ég að kaupa mér nýja.

 Myndir annarra frá Shimla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar lýsingar hjá þér Jóhanna mín :) Loftslagið í Shimla er greinilega nær hinu íslenska en mig grunaði, þú hefðir þurft að hafa ullarsokka með þér. Góða skemmtun og passaðu þig á þjófóttum og ofbeldisfullum öpum  :)

Bestu kveðjur,

Svava

Svava 2.11.2009 kl. 18:45

2 identicon

Já heimurinn er lítill, gaman að lesa um þessi tengsl.  Apaplága úff, ég man þegar við Svava vorum í Kuala Lumpur í skoðunarferð þar sem var fullt af litlum öpum að við vorum varaðar við því að brosa til þeirra þar sem þeir álitu það merki um árás, við vorum háalvarlegar í þeirri skoðunarferð :-)

Vonandi er myndavélin þín í lagi.  Hlakka til að heyra meira af ferðum þínum og upplifunum.

Kær kveðja,

Anna Kapitola og Co.

Anna Kapitola 4.11.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband