Delhi-Shimla

Gærdagurinn fór næstum allur í ferðalög. Ég lagði af stað á lestarstöðina kl. 5:00 um morguninn - basarinn var mjög skuggalegur á þessum tíma sólarhringsins. Lestin fór af stað kl. 5:50, og það var mikill léttir að rúlla út af stöðinni, því lyktin þar er eins og af vel gerjuðum útikamri, enda tæmast lestarklósettin beint niður a teinana og fólk notar þau gjarnan inni a stöðvunum, og það eru meira en 20 lestarpallar þarna...

 

Var komin til Kalka (náið nú í kortabókina...) um 12:30, og svo fór ég með annarri lest til Shimla (líka stafað Simla, svona fyrir þá sem eru búnir að draga fram kortabókina). Sú er svo merkileg að hún er á heimsminjaskrá UNESCO, enda mikið verkfræðiundur. Göngin ein eru yfir 100, og ég veit ekki hvað það eru margar bryr. Himalaja-fjöllin undursamleg og jafnvel dísel-fýlan frá eimreiðinni var framför frá mengunni í Delhi. Loftið hérna uppi er hreint og tært, en brrrr! Það er kalt hérna á nóttunni.

 

Ég fékk frábærar móttökur: það beið eftir mér bíll og bílstjóri og á leiðarenda hitti ég foreldra gestgjafans míns, mjög viðkunnanlegt fólk, og hún kom svo heim skömmu seinna.

 

Í dag fór ég með gestgjafanum mínum upp í vatnsverndarsvæði borgarinnar ásamt hópi af öðru fólki, og það var yndislegt: þykkur, óspilltur skógur í bröttum fjallahlíðum, þægilegt hitastig og skemmtilegt fólk. Borgin hérna er ótrúleg, byggð utan í fjallshlíðum og dreifbyl og falleg. Sum húsin eru hálftimbruð og eins og klippt út úr Shakespeare-leikriti á meðan önnur gætu hafa verið flutt inn frá Sviss.  Bretar byggðu borgina upp á 19 öld og hún var höfuðborg breska Indlands á sumrin þegar hitinn í Kalkútta og seinna Delhi varð of mikill.

 Eins og sjá má er ég komin í tölvu með ritvinnsluforriti – get ekki lofað að þetta verði alltaf svona.

Hef von um að geta hent myndum út á netið fljótlega. Læt vita.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fegin að heyra að þú ert komin af þessari lestarstöð -  virðist ekki gæfulegt að vera þar um miðja nótt.... Gaman að lesa þessar lýsingar hjá þér Jóhanna, finnst ég næstum vera á staðnum. Hlakka til að heyra meira.

Bestu kveðjur - Inga Lára

Inga Lára 1.11.2009 kl. 15:41

2 identicon

Shimla hljómar alveg yndislega - lestarferðinn þangað hljómar aftur á móti ekki alveg eins vel :)

Bestu kveðjur af klakanum (hér frysti sko í nótt),

Svava

Svava 1.11.2009 kl. 16:16

3 identicon

Þetta hljómar mjög spennandi og margt áhugavert að sjá.  Ánægjulegt líka að hafa innfædda gestgjafa sem gefa þér allt aðra sýn á menningu og samfélag heldur en hinn almenni túristi fær.  Hlakka til að sjá myndir og lesa um hvað á daga þína drífur.

Kær kveðja frá okkur Halla og Guðbjörgu Önnu.

Anna Kap.

Anna Kapitola 1.11.2009 kl. 21:03

4 identicon

þetta hljómar dásamlega, ég hlakka til að sjá myndir :-)

Ingibjörg 2.11.2009 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 32977

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband