Sunnudagur, 25. október 2009
Grátanti hér, grátandi þar...
Ein besta regla sem ég þekki í sambandi við val á græjum til að taka með sér í ferðalög er þessi:
Græt ég ef ég glata því?
Ég þurfti að beita þessari reglu í dag þegar ég var að pakka niður farangrinum mínum (fyrir alvöru í þessa skipti - hann hefur ekkert þyngst).
Ég hef alltaf tekið með mér einhverja tónlist þegar ég ferðast. Fyrst var það vasadiskó og slatti af spólum, síðan geislaspilari og slatti af diskum, síðan geislaspilari með mp3 afspilun og nokkrir diskar, og núna síðast mp3 spilari. Ég á tvo. Annar er lítill og léttur, með flash-drifi sem tekur 2 gb af tónlist, er með upptökumöguleika og tekur myndavélabatterí sem er hægt að fá á hverju götuhorni. Hinn er Creative-tryllitæki á stærð við Blackberry, tekur 30 gb af gögnum (tónlist, myndir, kvikmyndir, osfrv.) á harðan disk, er með upptökumöguleika og útvarp. Annar kostaði 3000 kall, hinn 35 þúsund.
Mig langar að taka þennan stóra fullkomna með mér, en gallinn á honum er sá að hann er stór og helst til þungur til að hengja um hálsinn, og það þarf að stinga honum í samband við rafmagn og hlaða hann í 7 klukkutíma þegar hann tæmist. Þetta er allt saman yfirstíganlegt, en gallinn við að taka með sér rafmagnstæki til Indlands er að á mörgum stöðum í landinu er rafmagnið ekki mjög áræðanlegt, t.d. virðist nokkuð algengt að það komi yfirspenna á kerfið sem þýðir að ef maður er ekki með spennuvara á rafmagnstækjunum þá brenna þau yfir. Mig langar ekki að glata tryllitækinu í svoleiðis. Hann er líka frábær til að geyma varaeintök af ljósmyndunum mínum, en vandinn er sá að þá þarf ég að fara í gegnum tölvu, og tölvur á netkaffihúsum eru þekktar fyrir að vera smitaðar af flestum þeim vírusum og annarri tölvuóværu sem gengur, og mig langar ekki til að sitja uppi með gagnslausan spilara eftir tilraun til að afrita myndirnar mínar.
Því varð litla krílið ofan á. 400 lög og ca. 20 mb pláss til upptöku á umhverfishljóðum hlýtur að duga mér í þessar 5 vikur.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.