Góðar fréttir fyrir veskið

Fékk póst frá ferdavernd.is þar sem kemur fram að munurinn á því að taka Malarone vs. doxycycline er aðallega sá að maður tekur Malaronið bara í viku eftir heimkomu en doxyið í 4 vikur. Það er auðvitað ekkert gamanmál að taka sýklalyf samfellt í meira en tvo mánuði, en alveg hægt í sparnaðarskyni, sérstaklega ef maður tekur líka hylki með AB-gerlum og/eða er duglegur að borða jógúrt með lifandi gerlum til að viðhalda góðu gerlaflórunni í meltingafærunum. Ætla að byrja strax, til að byggja upp flóruna áður en ég byrja á lyfinu.

Ég ætla að reyna að ná í heimilislækninn minn í símatíma á morgun og fá hjá henni lyfseðil upp á vikuskammt af doxy, og kaupa síðan meira (fyrir langt um minni pening) þegar út kemur. Þarf ekki einu sinni lyfseðil þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband