Fimmtudagur, 15. október 2009
Meiri undirbúningur
Á föstudeginum gerði ég meira: renndi inn í Kópavog og sótti um endurnýjun á vegabréfinu mínu. Það gamla var gatað og þannig gert ógilt, og svo var tekin af mér mynd og fingraför - hvað ætli þeir krefji mann um næst, lífssýni?
Fékk svo vegabréfið afhent niðri á Þjóðskrá á þriðjudaginn var, og renndi því næst beint niður í sendiráð og fyllti út ítarlega umsókn um áritun. Ég skil af hverju þeir vilja fá "reference" heima og úti - það er til að hægt sé að hafa samband ef eitthvað kemur fyrir - en af hverju þarf maður að fylla út nöfn og fæðingarstaði foreldra sinna? Ekki ætla þau með mér út.
Fékk vegabréfið í hendurnar á föstudaginn og þá var bara eitt eftir...
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.