Meiri undirbúningur

Á föstudeginum gerði ég meira: renndi inn í Kópavog og sótti um endurnýjun á vegabréfinu mínu. Það gamla var gatað og þannig gert ógilt, og svo var tekin af mér mynd og fingraför - hvað ætli þeir krefji mann um næst, lífssýni?

 Fékk svo vegabréfið afhent niðri á Þjóðskrá á þriðjudaginn var, og renndi því næst beint niður í sendiráð og fyllti út ítarlega umsókn um áritun. Ég skil af hverju þeir vilja fá "reference" heima og úti - það er til að hægt sé að hafa samband ef eitthvað kemur fyrir - en af hverju þarf maður að fylla út nöfn og fæðingarstaði foreldra sinna? Ekki ætla þau með mér út. 

 Fékk vegabréfið í hendurnar á föstudaginn og þá var bara eitt eftir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband