Miðvikudagur, 14. október 2009
Undirbúningur
Það er ýmislegt sem maður þarf að huga að þegar halda á til fjarlægra landa, og eitt af því er bólusetningar. Ég var ekki búin að ákveða fyrir víst að ég færi þegar ég fór að huga að þeim, enda halda þær virkni sinni í 5-10 ár og ef ég hefði ákveðið að fara ekki, þá hefði ég bara haft gagn af þeim seinna.
Sem sagt. Á föstudeginum í vikunni vondu hringdi mín í heilsugæsluna og pantaði bólusetningar, og var svo mætt í bitið á mánudagsmorguninn. Ég fékk boostera fyrir:
stífkrampa
barnaveiki
og
lömunarveiki
og bólusetningar fyrir
taugaveiki
og
lifrarbólgu A
samtals 4 stungur. Ég var þar af leiðandi götótt þegar ég gekk þarna út á eftir og þakin í plástrum á upphandleggjum báðum megin.
Svo átti að athuga með meira, svo sem japanska heilabólgu B, hundaæði, flensu og kóleru.
Hjúkrunarfræðingurinn talaði við sérfæðing og hann mælti með því síðasta, og sagði að mér væri í sjálfsvald sett hvort ég tæki heilabólgusprautuna, en það kostar víst 50 þúsund og er ekki mikil hætta þar sem ég er að fara, þannig að ég sleppti því.
Fór á föstudaginn til að fá kólerubólusetninguna - það er reyndar inntökulyf sem ég fékk með mér heim, og er tekið í tveimur skömmtum með viku millibili. Er búin að taka inn skammt 1 og tek hinn á sunnudaginn kemur. Svo fékk ég lyfseðil fyrir Malaron, sem er malaríulyf.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.