Önnur austurferð... talið niður

Það er hrikalegt kjaftshögg að missa vinnuna. Þegar höggið féll, á þriðjudaginn fyrir viku, þá var mér skapi næst að fara að hágráta, en lét það ekki eftir mér, því mér er meinilla við að gráta fyrir framan aðra en mína nánustu. Ég kláraði vikuna í vinnunni - gerði reyndar eins lítið og ég gat annað en að ganga frá lausum endum og taka til á skrifborðinu mínu, og mætti í kveðjuhóf sem hafði upphaflega verið skipulagt fyrir tvo starfsmenn sem voru að hætta við heldur ánægjulegri aðstæður, og fór í keilu með nokkrum úr vinnunni. Hélt nokkuð góðu pókerfési allan tímann. 

 Notaði helgina í að hugsa mig um og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri í og með fegin, þó auðvitað sé verulega slæmt að missa vinnuna á þessum síðustu og verstu tímum. Málið er bara að vinnan sem ég var að vinna var einhæf og oft leiðinleg, og það besta við hana voru vinnufélagarnir og andrúmsloftið á vinnustaðnum. Vandinn verður að finna aðra vinnu sem nægir mér til að borga föstu reikningana, mat og annað sem ég þarf til að lifa af. Ef ég get haldið áfram að spara, þá er það bónus.

Sem betur fer er ég tiltölulega vel sett: fæ greidd full laun út uppsagnarfrestinn, sem er þrír mánuðir, auk þess að fá auðvitað greitt út það orlof sem ég átti ótekið frá þessu orlofsári, ásamt orlofi sem ég var búin að safna fyrir næsta ár, plús desemberuppbótin og orlofsuppbótin. Síðan hef ég rétt á atvinnuleysisbótum sem nema 70% af launum, í þrjá mánuði áður en ég fer á hungurbætur. Auðvitað ætla ég að vera komin með vinnu áður en það gerist.

 En fyrst held ég að ég eigi skilið að fara í frí - því að í nýrri vinnu kem ég ekki til með að eiga mikinn orlofsrétt á næsta ári. Stefnan verður tekin í austur. Niðurtalningin er hérna til vinstri. Meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 32978

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband