Miðvikudagur, 24. september 2008
Dagur 17
Búinn að vera langur dagur: fyrst leikfimi, síðan fræðslufundur með Steinunni hjúkrunarfræðingi, síðan þolganga; og eftir hádegi kröftugt sund með vatnsleikfimi, síðan einkaviðtal hjá Steinunni, og loks nudd. Þetta fólk kann sko ekki að skipuleggja stundarskrár - í gær var til dæmis ekkert að gera hjá mér eftir hádegi. Ég er hálfdauð úr þreytu.
Annars er það helst í fréttum að ég er nú léttari en ég hef verið í a.m.k. 4 ár.
Ég byrjaði sem sagt daginn á vigtun og útkoman var sú að það hafa farið 1,5 kg. á vikunni frá síðustu vigtun, þrátt fyrir að ég hafi farið heim um helgina. Ég er komin niður fyrir 100 kílóin, sem er mikið og gott tilefni til fagnaðar.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært! Ég er ekkert smá ánægð með þig, þú ert dugnaðarforkur og átt skilið HRÓS!!
Bestu kveðjur,
Svava
Svava 24.9.2008 kl. 23:27
Hæ hæ Jóhanna, hvað er að frétta að austan? Ég vona að þessi færsluskortur fyrir gærdaginn þýði ekki að þú sért eitthvað veik! Láttu endilega í þér heyra á netinu, jafnvel þó það sé bara stutt :)
Bestu kveðjur úr rigningunni og rokinu í Reykjavík
Svava
Svava 26.9.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.