Þriðjudagur, 15. nóvember 2016
Er eitthvað að sjá í Saarbrücken?
Mynd: litla dökka klessan hægra megin niðri er Saarland. Það er 2,570 km² að stærð og íbúafjöldinn er rúmlega ein milljón.
Ég spyr af því ég var nefnilega að uppgötva að fyrirhuguð leið mín liggur í gegnum öll ríki Þýskalands NEMA Saarland hið smáa. Þá fór mín auðvitað að pæla í því hvort það væri þess virði að sleppa því að heimsækja Baden-Baden og taka í staðinn á mig um 200 km lykkju í norð-vestur frá Strasbourg til að geta bætt Saarlandi á listann yfir ríki sem ég hef komið til.
En nei, ég held ekki. Ég skoðaði að gamni mínu upplýsingar um áhugaverða staði til að heimsækja í Saarland, og fann ekkert sem er ekki hægt að skoða sem er ekki stærra, betra, eða fallegra annar staðar á leið minni.
Ef þú telur þig vita betur, láttu þá vaða í svo sem eina athugasemd og láttu mig vita af hverju ég má alls ekki missa af Saarlandi.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.