Mánudagur, 15. júní 2015
Útilegustóll
Ég hef áður lýst því yfir að mig langaði í fellistól, helst einn af þessum sem leggst saman í vöndul. Gallinn er að það kom í ljós að vöndlarnir eru svo langir að þeim er hvergi komandi fyrir í neinu hólfi og svoleiðis stóll yrði því að fá að rúlla laus á gólfinu, eða bíða þess að ég kaupi mér farangursbox til að setja upp á topp. Flati fellistóllinn minn kemst að minnsta kosti fyrir undir rúminu, þó ég þurfi reyndar að velja á milli hans og ferðagrillsins þegar ég fer eitthvað.
Fellikollur gæti gengið, en þeir eru flestir svo lélegir að ég þori varla að setjast á þá.
Í gærkvöldi fór ég á netið til að leita að lausn og fann þennan frábæra stól:
Þetta er snilld. Hann er ekki svo lágur að maður situr næstum á jörðinni og verður samt ekki stærri en hitabrúsi samanbrotinn. Ódýr er hann ekki, kostar um 100 dollara, eða rúmar 13 þúsund krónur. Á móti kemur að þetta virðist vera vönduð vara og mundi halda minni yfir-meðal-þyngd.
Annar kostur sem ekki tekur mikið pláss hefði verið uppblásinn stóll, en eftir að hafa lesið umsagnir um þá á ýmsum útileguspjallsíðum og sölusíðum sýnist mér það ekki vera sniðugt. Þeir virðast flestir vera lélegir, og svo er víst frekar erfitt að standa upp úr þeim. En þægilegir eru þeir örugglega.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 32977
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.