Þriðjudagur, 9. júní 2015
Svipmyndir úr fyrstu næturgistireisunni, 1. hluti
Ég fór í fyrstu næturgistireisuna á bílnum helgina 9. til 10. maí. Þetta var bara ein nótt, svona til að prófa mig áfram með þetta. Ég hóf ferðina með því að aka upp á Þingvelli og tók smá hring við vatnið, og fór síðan yfir í Hvalfjörðinn um Kjósarskarðsveg með viðkomu í Kaffi Kjós. Hér eru nokkrar myndir úr þessum legg ferðarinnar:
Mér hefur alltaf þótt þetta hús (sumarbústaður? veiðihús?) vera svolítið sjarmerandi:
Horft inn Hvalfjörðinn. Í góðu veðri er það þess virði að keyra fjörðinn bara út af landslaginu (en reyndar er vegurinn skemmtilegur líka, sérstaklega sunnanmegin):
Uppi við Steðja (Staupastein). Ég hef farið um Hvalfjörðinn ég-veit-ekki-hversu-oft, en það er oft, því ég var komin með bílpróf áratug áður en Hvalfjarðargöngin opnuðu, og þetta er í fyrsta skipti sem ég fer upp að Steðja:
Svo er ein dæmigerð póstkortamynd af Þyrli í lokin:
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: ljósmyndun | Facebook
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.