Prófunarreisa húsbílsins nr. 1

Við eldiviðar (held ég) stafla við afleggjarann upp að Flúðum.Jæja, þá er það afstaðið: Ég er búin að prufukeyra bílinn (reyndar líka að vígja hann, en meira um það síðar).

Ég ákvað sem sagt að kynnast bílnum svolítið betur áður en ég legði af stað í gistiferð á honum.

Ég er búin að vera á bílnum hátt í þrjár vikur og hef notað hann í innanbæjarsnatti. Hann er hærri, lengri og svolítið breiðari en Toyotan og ýmislegt í honum er öðruvísi en hjá Gránu gömlu. T.d. er ég búin að vera að venjast því að bakka algerlega eftir speglunum, því það eru engar hliðarrúður að aftan sem er hægt að horfa út um. Það venst furðu vel, enda á það ekki að vera neitt vandamál ef speglarnir eru rétt stilltir. Ég hafði bara ekki mikla reynslu af því. Ég hef þó afturrúðu, sem vantar á marga stærri sendibíla. Það hjálpar að bíllinn er lipur og hefur lítinn snúningspunkt.

Helgina 2. og 3. maí fór ég í tvær dagsferðir þar sem ég prófaði bílinn við ýmsar aðstæður, s.s. í þjóðvegaakstri, á malarvegum, í bröttum brekkum, á hlykkjóttum vegum, og svo framvegis. Tilgangurinn var annars vegar að prófa bílinn í lengri akstri og hins vegar að að finna hugsanlega vankanta á innréttingunni.

Ég hlóð bílinn eins og ég ætlaði í nokkurra daga ferðalag, raðaði t.d. öllum eldunar- og matarílátum ofan í skúffur, fyllti á vatnsbrúsann og ferðaklósettið, og setti stóra vatnsflösku og gosdósir í kælinn til að prófa kæligetuna. Ég setti líka púða og teppi á dýnuna til að sjá hvort það mundi skríða til, og setti sitt lítið af hverju ofan í rúmið. Tilgangurinn var að prófa hvort hlutirnir mundu skríða mikið til, hvað mundi skrölta og hvar, hvernig væri að ganga um þetta og svo framvegis.

Fyrri daginn, þann 2. maí, fór ég upp í Þjórsárdal.

Skúffan.Fyrsta vandamálið kom í ljós þegar ég fór yfir fyrstu hraðahindrunina á leiðinni út úr hverfinu mínu: ein skúffan vildi ekki tolla lokuð þegar komin var hleðsla í hana. Skúffurnar eru, allar nema ein, sem er með öryggisloku, þannig hannaðar að það þarf að beita kröftum og lagni til að opna þær og þær eiga að tolla lokaðar á því, en til vara eru þær með öryggisbúnaði þannig að þær geta ekki runnið alla leið út. Af því þær eru djúpar er heldur engin hætta á að það detti eitthvað upp úr þeim þó þær opnist (nema hristingurinn sé því mun meiri eða bíllinn hreinlega velti).

Þessi eina skúffa opnaðist sem sagt á leið yfir hraðahindrun á ca. 20 km. hraða, og síðan opnaðist hún og lokaðist til skiptis í nokkrum beygjum. Á endanum stoppaði ég á bensínstöð og tók dótið úr henni og setti léttara dót í hana. Hún var að mestu til friðs eftir það, en vildi þó opnast í vinstri beygjum, sérstaklega ef í þeim var einhver hliðarhalli. Þetta var eina vandamálið sem opinberaðist í þeirri ferð.

Meira, um ferðina sjálfa, á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórsniðugt hjá þér að fara svona prufurúnta áður en haldið er í lengri ferðalög :)

Svava 28.5.2015 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 32977

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband