Meira tilbúið í húsbílnum

Auk þess sem ég minntist á í síðustu færslu, þá erum við búin að gera ýmislegt annað smálegt.

T.d. er komin hurð fyrir klósetthólfið og klinka fyrir. Litamunurinn á viðnum er vegna þess að viðarolían kláraðist áður en kom að skáphurðinni - hún er á dagskrá fljótlega:

dsc01388.jpg

 

Svo erum við búin að setja upp síðustu panelplötuna og lampann góða:

dsc01390.jpg

 

Ég bólstraði plötuna með gömlu millilaki sem ég sneið niður og fóðraði yfir með þessu bláa efni.

Svo er eftir eitt mjög mikilvægt - getiði nú hvað það er:

dsc01381.jpg

Jú, gardína fyrir svenfnrýmið. Eins og sjá má er gardínubrautin komin upp:

dsc01382.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá vá vá hvað þetta er orðið flott!

Ingibjörg 24.3.2015 kl. 12:55

2 identicon

Glæsilegt - það virðist nú vera mjög lítið eftir, bíllinn svo að segja tilbúinn :)

Svava 26.3.2015 kl. 11:37

3 Smámynd: JG

Gardínurnar eru eftir og áklæði á dýnuna svo það sé hægt að sitja á henni. Eftir það eru bara eftir smádyttingar og frágangur, s.s. að klára að setja teppi á nokkra bletti og bera viðarolíu á innréttinguna.

JG, 26.3.2015 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband