Sunnudagur, 8. febrúar 2015
Er það ekki skrítið...
að þegar maður kemur heim með nýtt eintak af einhverju sem maður vissi að var til á heimili en fannst ekki, þá finnst það týnda skömmu eftir að það nýja kom í hús?
Ég fór sem sagt og keypti nýtt fjöltengi af því mig vantaði það.
Það voru þrjú vís þegar ég fór í innkaupaleiðangurinn og öll voru í notkun. Nú er ég búin að finna þrjú til viðbótar, plús eina framlengingarsnúru sem var búin að vera týnd í marga mánuði. Sem betur fer er vitað mál að maður á aldrei of mörg fjöltengi - af því að þau eru alltaf að týnast.
Það hlýtur að vera til eitthvað lögmál um þetta. Sennilega kennt við Murphy og félaga.
Meginflokkur: atvik úr daglega lífinu | Aukaflokkur: pælingar | Facebook
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.