Og framkvæmdir halda áfram...

Teppið virkar mun ljósara hérna en á hinum myndunum.Ástæðan fyrir niðurtökunni á innréttingunni sem ég minntist á í gær var ekki bara að bera á viðinn, heldur til að við gætum klætt íbúðarrýmið að innan: veggina með bílateppi og gólfið með dúk.

Teppið farþegameginTeppið, sem er úr ull og keypt hjá Bílasmiðnum, er milligrátt. Þetta er ekki slæmur litur, en ég hefði helst viljað fá það annað hvort aðeins ljósara – sem var ekki í boði – eða drapplitað, því sá litur tónar betur við viðinn. Þá hefði ég annað hvort þurft að kaupa pólýesterteppi, eða panta frá útlöndum og þó við höfum keypt hitt og þetta að utan fannst okkur ekki sniðugt að gera það með teppið, því litir á tölvuskjá eru oft allt öðruvísi í raunveruleikanum, og svo getur alltaf gerst að maður misreikni sig og þurfi að kaupa meira í miðju kafi.

Svo var pólýesterteppið líka með Teppið bílstjórameginröndum, þannig að það var ekki hægt að setja það upp hvernig sem er eins og ullarteppið, sem er eins og filt, þ.e. það liggur ekki í því, sem gerir það auðvitað drýgra því það er hægt að snúa því hvernig sem er.

Við byrjuðum að líma upp teppið á sunnudaginn og náðum að klára talsvert áður en límið kláraðist (afar ódrjúgt: við kláruðum Það ver einfalt að bera límið á, ekki síst af því að það er þykkt og fer ekki út um allt. Við vörðum nú samt plötuna í loftinu.næstum heilan úðabrúsa af snertilími á þetta sem sést á myndunum). Býst við að við klárum þetta í dag eða á morgun - í síðasta lagi um helgina.

Þegar teppalagningunni lýkur er ætlunin að leggja dúkinn á gólfið og setja síðan innréttinguna og rúmið aftur upp.

Svo pöntuðum við 12v leslampa hjá vini okkar Ali í Kína. Hann ætti að skila sér einhverntímann fyrir lok mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 32977

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband