Þriðjudagur, 20. janúar 2015
Framkvæmdum við húsbílinn miðar nú vel áfram
Við tókum niður rúmið og innréttinguna á laugardaginn og svo tók við tímafrek en nauðsynleg vinna við að verja viðinn gegn óhreinindum og raka. Það gerðum við með því að lakka allan krossviðinn og olíubera beykið. Nú liggja innréttingin og platan framan af rúminu (eða öllu heldur standa upp á rönd) í pörtum inni í stofu hjá foreldrum mínum á meðan olían er að sjúgast inn í viðinn og harðna. Pabba fannst vissara að það gerðist við stofuhita. Eins og sjá má er kominn djúpur og hlýr litur á viðinn.
Af rúminu er enn smávegis eftir sem þarf að gera, en það er ekki mikið: setja upp stoð undir höfðalagið og festa lamir á hurðina fyrir klósetthólfið. Innréttingin er fullhönnuð og það sem er eftir að gera fyrir hana er að skrúfa hana aftur inn í bílinn, setja framhliðarnar á skúffurnar, festa kranann, líma niður vaskinn og tengja vatnslagnirnar.
Pabbi tók sig meira að segja til og renndi hnúða til að setja framan á skúffurnar og vængjahurðirnar. Þó svipaðir hnúðar kosti bara um 200-kall í Bauhaus finnst mér miklu skemmtilegra að hnúðarnir í innréttingunni minni skuli vera sérsmíðaðir.
Það er gaman að eiga svona fjölhæfan og laghentan mann í fjölskyldunni.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 32977
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst frábært hjá pabba þínum að renna hnúðana á innréttinguna fyrir þig, hún verður svo mikið persónulegri og eigulegri fyrir vikið - bara snilld :)
Svava 24.1.2015 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.