Nýjasta nýtt um húsbílaframkvæmdir

Innréttingin, séð inn um afturhurðina. Vaskurinn er næst hurðinni.Jæja, þá eru loksins einhverjar fréttir af nýjum framkvæmdum. Á milli jóla og nýárs settumst við pabbi saman út í bílinn og ræddum um innréttinguna – þ.e. hann sagði mér hvað hann hefði í huga að gera (sem hefur breyst talsvert frá upprunalegu pælingunni) og ég samþykkti það.

Til sögunnar eru komnir tveir vatnsbrúsar, háir og mjóir, sem verða notaðir undir ferskt vatn og grávatn (affallsvatn úr vaskinum). Þeir koma í botninn á innréttingunni, hvor í sitt hólfið, og skorðast á milli hjólskálarinnar og sökkulsins.

GrávatnsbrúsinnFerskvatnsbrúsinn verður vinstra megin, horft frá rúminu, og verður aðgengilegur um vængjahurðir (sem eru komnar upp). Í raun þarf aldrei að hreyfa hann neitt nema til að þrífa hann, því það verður hægt að skrúfa af honum lokið og hella vatninu í hann, t.d. úr garðkönnu eða flösku, sem mér finnst þægilegra en að vera að burðast með hann fullan af vatni. Ofan í hann fer lítil dæla sem pumpar vatninu upp í kranann (við eigum eftir að kaupa kranann en ég held að dælan sé á leiðinni með pósti frá útlöndum). Grávatnsbrúsinn kemur hægra megin, undir vaskinn (næst afturhurðinni), og tengist við niðurfallið með þvottavélarslöngu sem er auðvelt að losa þegar tæma þarf brúsann. Grávatnsbrúsanum verður auðveldlega hægt að kippa út um afturhurðina til losunar.

VaskurinnTil viðbótar við vængjahurðirnar er pabbi búinn að sníða til vaskinn og fella hann niður í borðplötuna (sjá mynd til hægri), setja hliðarplötu í hólfið fyrir kælinn og koma fyrir djúpri skúffu undir hólfinu (sjá neðst á næstu mynd). Svo var hann að smíða fleiri skúffur þegar ég kom í heimsókn á fimmtudaginn, og á sunnudaginn voru þær komnar í innréttinguna (sjá efst á næstu mynd). Það er kannski eins gott að ég er ekki að hjálpa honum þessa dagana, því það er orðið svo þröngt í bílnum að það er erfitt fyrir fleiri en einn að athafna sig þar inni.

Allar hirslurnar sem eru komnar. Það vantar ennþá framhliðarnar (frontana) á aftari skúffurnar fjórar.Það eru komnar tvær skúffur, ágætlega djúpar, fyrir ofan ferskvatnsbrúsann, og tvær til viðbótar fyrir ofan grávatnsbrúsann. Önnur þeirra er mjó, enda við hliðina á vaskinum, og hin er breiðari.

Svo er spurning með að búa til hólf ofan á hjólskálina undir skúffunum, en það verður erfitt að komast í það nema fara út og opna afturhurðina og smeygja hendinni inn um endann á innréttingunni, þannig að kannski látum við það bara vera þó það sé sárt að sjá plássið fara til spillis.

Nú er innréttingin svo til fullfrágengin, bara eftir að setja framhliðarnar á hillurnar og setja á þær hnúða til að auðvalda að draga þær út, og svo er líka eftir að setja upp kranann og koma fyrir vatnslögnunum á milli vasksins og vatnsbrúsanna.

Svo áskotnaðist mér lítið notað ferðagasgrill – kærar þakkir, S og D – sem fellur inn í hólfið undir rúminu eins og flís við rass. Með því fylgdi lítill gaskútur sem ég þarf að athuga hvort þarf að útbúa öryggiskassa fyrir (hann má ekki vera stærri en 2 kg – ég man ekki hvort hann er 2 eða 2,5 kg). Ég þarf að minnsta kosti að kaupa gasskynjara ef ég ætla að taka grillið með í ferðalög.

Hér eru að lokum leiðbeiningar frá Félagi húsbílaeigenda um meðhöndlun á gaskútum og gaslagnir í húsbílum.

 

Fleiri myndir:

Skúffurnar.

 

Skúffa í smíðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf jafn skemmtilegt að lesa bloggið þitt og gaman að sjá hvað húsbílagerðinni miðar vel áfram. Gamli vaskurinn kemur mjög vel út eftir að búið er að sníða hann til og innréttingin er virkilega flott. Gott að grillið kemur þér að góðum notum :) Miðað við hvað þetta gengur hratt þá er nú ekki langt að bíða þess að þú farir á flakk í sérsmíðaðað húsbílnum þínum!

Svava 14.1.2015 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 32977

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband