Meira um jólalög

Í fýlupúkajólalagapistlinum í gær minntist ég m.a. á þunglyndisleg jólalög sem ég vil helst ekki heyra. Til viðbótar við þau sem ég taldi upp þar eru tvö til viðbótar sem ég hef ekkert á móti að hlusta á, en í hófi þó: Have Yourself a Merry Little Christmas, í nánast hvaða útsetningu sem er, og Blue Christmas, en bara í flutningi Elvis Presley.

Ástæðurnar eru ólíkar.

Have Yourself a Merry Little Christmas er fallegt jólalag sem ég held mikið upp á og syng yfirleitt með þegar ég heyri það þó ég hafi söngrödd eins og kría. Það virkar samt svolítið dapurlegt á mig. Það ætti ekki að gera það, enda er það sungið í dúr, sem er yfirleitt tengt við gleði, á meðan moll er tengt við dapurleg lög (hér er útgáfa af laginu sungin í moll, sem gerir það næstum því draugalegt).

Þetta lag minnir mig alltaf á sorglega senu úr kvikmyndinni Meet Me in St. Louis þar sem lagið heyrðist fyrst. Esther, leikin af Judy Garland, reynir að fá litlu systur sína, Tootie (leikin af grátprinsessunni Margaret O‘Brien), til að líta á björtu hliðarnar þegar hún er niðurdregin af því að fjölskyldan er að fara að flytja til New York, en er sjálf með tárin í augunum á meðan hún syngur lagið.

Hér er textinn eins og Judy söng hann upphaflega (hann hefur reyndar tekið smá breytingum í gegnum tíðina, og var reyndar enn dapurlegri eins og hann var upphaflega skrifaður (en aldrei fluttur)):

Have yourself a merry little christmas
Let your heart be light
Next year all our troubles will be
Out of sight
Have yourself a merry little christmas
Make the yule-tide gay
Next year all our troubles will be
Miles away
Once again as in olden days
Happy golden days of yore
Faithful friends who are dear to us
Will be near to us once more
Someday soon, we all will be together
If the fates allow
Until then, well have to muddle through somehow
So have yourself a merry little christmas now

Lag: Ralph Blane; Texti: Hugh Martin.

Hér er umrædd sena:

 

 

--

Hvað Blue Christmas varðar, þá fjallar það um mann sem grátbiður elskuna sína, sem er farin frá honum, að koma og vera hjá sér um jólin svo að hann verði ekki í þunglyndiskasti yfir hátíðarnar. Elvis aftur á móti flytur það kaldhæðnislega – „tongue in cheek“ eins og enskumælandi mundu segja – þannig að maður skynjar að honum er ekki alvara, að hann er að grínast, og því verður boðskapur lagsins sá að maður eigi ekki að láta smáræði eins og sambandsslit skemma fyrir sér jólin.

Hér lagið, eins og Elvis flutti það á tónleikum 1968:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband