Þriðjudagur, 9. desember 2014
Eldunarbúnaður í litla húsbílinn
Við erum búin að pæla mikið í eldunarbúnaði og uppvasksaðstöðu fyrir bílinn. Fyrsta hugmyndin, og sú sem hefði óneitanlega verið flottust (en langt frá því að vera hagvæmust), var að vera með eldavask, þ.e. einingu sem sameinar vask og gashellu og lokast með plötu úr hertu gleri þegar hún er ekki í notkun.
Vandamálið er bara að þær eru allar svo stórar að megnið af borðinu yrði undirlagt. Reyndar fann ég einingu á heimasíðu þýsku húsbíla- og útivistarverslunarinnar Reimo sem er þannig að gashellustykkið er geymt ofan í vaskinum þegar það er ekki í notkun. Þetta tæki kostar 449 evrur (ca. 68 þúsund kr) á vefsíðunni, en hingað komið mundi það kosta í kringum 150 þúsund kallinn með öllu, sem mér finnst satt að segja bara blóðugt.
Niðurstaðan var að það verður keyptur vaskur, sem mun kosta um öðru hvoru megin við 20 þúsundin (fer eftir hvaða módel verður fyrir valinu), og svo er ég búin að ákveða að það nægi mér alveg, a.m.k. til að byrja með, að nota litla útilegugashellu eins og þessa:
Þetta tæki kostar um 10 þúsund kall, og tekur einnota bútangashylki. Hvert hylki inniheldur 220 g af gasi og kostar um þúsund kall, en þau endast ótrúlega. Uppgefin ending er 90 mínútur á háum hita og 4 klst á lágum hita. Þar sem ég mun aðallega nota tækið til að elda tiltölulega fljóteldaðan mat, s.s. að sjóða vatn í te/kaffi, hita súpur og steikja egg/beikon, o.s.frv., þá ætti þetta að nægja. Ég verð bara að gæta þess að eiga alltaf hylki til vara.
Ég held að ég þurfi ekki meira en þetta, en þó að það komi í ljós seinna meir að ég þurfi eitthvað meira/betra, t.d. tvær hellur eða tæki sem tekur gashylki sem endast lengur, þá er þetta það ódýrt að það borgar sig að kaupa það og prufukeyra.
Reyndar á ég von á að fá svona í jólagjöf.
--
P.S.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér vörurnar frá Reimo þurfa að vita að Reimo-menn senda ekki til útlanda, heldur ætlast til að menn noti umboðsaðila í sínu landi til að flytja vörurnar inn. Einn (kannski sá eini?) umboðsaðili hérlendis er Rótor. Hér er hægt að sjá með hvaða tölu þarf að margfalda verðið frá Reimo til að fá út hvað varan kostar hingað komin. Þessi reiknistuðull er reyndar frá því í fyrra, en mér þykir líklegt að það sé hægt að hringja í búðina til að fá uppgefna rétta tölu.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 32977
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.