Mánudagur, 8. desember 2014
Kælirinn er kominn í hús
Eins og ég minntist á áður á að vera rafmagnskælibox í bílnum. Það keypti ég nýtt á eBay og lét senda á hótelið sem ég gisti á í London. Gaf fyrir það 170 pund, sem gerir ca. 33.600 kr. á því gengi sem var þá. Til samanburðar má nefna að sams konar kælibox kostar rétt tæpar 60 þúsund kr. hér heima.
Það beið mín síðan þegar ég kom á hótelið á fimmtudeginum. Þetta er box frá Waeco, gerð nr. TC21, tekur 21 lítra, kælir niður í 30°C undir umhverfishita og getur hitað upp í 65°C. Það gengur fyrir 12v, 24v og 220V rafmagni.
Ég hafði smá áhyggjur af því að koma því heilu heim, var enda nýbúin að sjá myndbönd af hroðalegri meðferð hlaðmanna á viðkvæmum farangri, en það skilaði sér í heilu lagi.
Sem betur fer verslaði ég ekki mikið annað í London, því það er bara leyfilegt að fara með eitt stykki af lestuðum farangri í flug þegar maður er með ódýrustu tegund af flugmiðum. Ég hefði reyndar getað opnað kassann og pakkað dóti ofan í kæliboxið - sem sagt notað það fyrir ferðatösku - en því var svo vel pakkað inn í plast með merkingum um að það væri viðkvæmt, að ég tímdi hreinlega ekki að opna kassann. Fyrir bragðið var ég með það litla sem ég verslaði annað í handfarangri. Ég var samt bara með 3 kg. meiri handfarangur á leiðinni heim en á leiðinni út, enda fór ég til Manchester í vor og fataði mig þá upp fyrir næsta árið.
Kassinn fór í það sem er kallað outsize luggage. Þó að af orðanna hljóðan mætti halda að þetta eigi bara við um óvenjulega stóran farangur, þá er það reyndar svo að í þessari farangursmóttöku er líka tekið við óvenjulegum farangri almennt, t.d. kössum (óvenjulegir fyrir að yfirleitt vantar á þá handföng), sérkennilega löguðum farangri (s.s. hljóðfærum), og þungum farangri, og líka viðkvæmum farangri.
Ein vinkona mín var þó með skrítnasta farangurinn af öllum í hópnum: hún kom heim með eitt stykki sílófón undir handleggnum.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 32977
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.