Föstudagur, 21. nóvember 2014
Sendibíl breytt í húsbíl, 7. hluti
Bíllinn er nú búinn að standa óhreyfður á bílastæðinu svo lengi að það eru komnir á hann kóngulóarvefir:
Framkvæmdir héldu aðeins áfram á mánudaginn og þriðjudaginn í síðustu viku. Ég fékk meira að segja að spreyta mig á stingsöginni:
Ég sé ekki betur en þetta smellpassi hjá mér. Svo er líka búið að draga fyrir rafmagni:
Það er kominn sökkull undir innréttinguna:
Svo smíðaði pabbi annan endann á innréttinguna, þar sem kælirinn mun koma. Það vantar bara hliðina. Hann keypti líka vatnsbrúsa og affallsbrúsa:
Svo er ég búin að vera að sanka að mér prufum, af teppi til að veggfóðra með og af dúk á gólfið:
Nú er stopp, því við þurfum að hafa eldunartækin og stærðina á vaskinum á hreinu áður en við förum í að smíða innréttinguna.
Ég hef smá von um að geta fengið notaða sambyggða vask-eldunareiningu, en þarf að fá að skoða hana og mæla stærðina áður en ég fer í að kaupa notað. Lágmarksverð á nýju er um um 70 þúsund.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.