Sendibíl breytt í húsbíl, 7. hluti

Bíllinn er nú búinn að standa óhreyfður á bílastæðinu svo lengi að það eru komnir á hann kóngulóarvefir:

Vefur eftir kónguló.

Framkvæmdir héldu aðeins áfram á mánudaginn og þriðjudaginn í síðustu viku. Ég fékk meira að segja að spreyta mig á stingsöginni:

Stingsöguð plata.

 

Ég sé ekki betur en þetta smellpassi hjá mér. Svo er líka búið að draga fyrir rafmagni:

Platan komin á sinn stað.

Það er kominn sökkull undir innréttinguna:

Sökkullinn mátaður við.

Sökkullinn skrúfaður saman.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo smíðaði pabbi annan endann á innréttinguna, þar sem kælirinn mun koma. Það vantar bara hliðina. Hann keypti líka vatnsbrúsa og affallsbrúsa:

Hillan og vatnsbrúsarnir.

Svo er ég búin að vera að sanka að mér prufum, af teppi til að veggfóðra með og af dúk á gólfið:

Prufurnar: Teppi og dúkur.

Nú er stopp, því við þurfum að hafa eldunartækin og stærðina á vaskinum á hreinu áður en við förum í að smíða innréttinguna.

Ég hef smá von um að geta fengið notaða sambyggða vask-eldunareiningu, en þarf að fá að skoða hana og mæla stærðina áður en ég fer í að kaupa notað. Lágmarksverð á nýju er um um 70 þúsund.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband