Að ferðast með öðrum, jákvæða hliðin

Sagt er að eitt besta próf sem hægt er að nota til að komast að því hvort samband við aðra manneskju sé traust sé að ferðast með viðkomandi. Ástæðan er auðvitað sú að ferðalög draga fram bæði það besta og það versta í fólki og leiða stundum í ljós persónuleikaþætti sem fólk jafnvel vissi ekki sjálft að það ætti til. Vináttusambönd hafa styrkst og hjónabönd rústast (og öfugt) í ferðalögum, og ef um verulega langt eða erfitt ferðalag var að ræða, þá verða þar oft til órjúfanleg bönd á milli fólks. Það hefur svo sem ekki reynt mikið á þetta hjá mér, en ég veit að ferðalög hafa breytt mér, og ég veit líka að uppáhalds ferðafélagar mínir eru fjölskyldan mín.

img_5267.jpgVið höfum ferðast saman frá því að ég var barn, og við förum ennþá saman í fjölskyldubíltúra um helgar, þó bróðir minn komi reyndar sjaldan með í þá núorðið því hann er oft að vinna um helgar og er þar að auki í nýliðaþjálfun hjá björgunarsveit.

Þegar við systkinin bjuggum ennþá heima og vorum í skóla fór fjölskyldan oft í tjaldferðalög saman. Við flæktumst út um allt Ísland og ég var t.d. búin að koma á flesta þéttbýlisstaði landsins fyrir tvítugt. Tvisvar fórum við öll saman í löng ferðalög til útlanda, tókum okkur far með Norrænu og höfðum með okkur bílinn og flæktumst út um alla norður- og mið-Evrópu. Ég man ekki eftir að það hafi nokkurn tímann verið leiðinlegt í þessum ferðum, jafnvel þegar við vorum á akstri svo klukkustundunum skipti. Við systkinin gátum unað okkur við að horfa á landslagið og hlusta á útvarpið eða spjalla við mömmu og pabba.

Það hjálpaði líka til að við mamma og bróðir minn eigum öll auðvelt með að sofa í bíl, og maður getur ekki látið sér leiðast á meðan maður sefur. Það var ekki oft að það kæmi upp ósætti, enda erum við öll frekar afslöppuð og auðveld í umgengni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi ferðalög hafi þjappað okkur saman og gert okkur nánari sem fjölskyldu, og ég sakna þess að við erum hætt að fara saman í lengri ferðalög.

Nú er ég að fara í ferðalag eftir viku, með fimm öðrum stelpum. Þetta er reyndar bara löng helgarferð, en það verður gaman að vera saman og treysta vináttuböndin og eyða saman gæðastundum án truflana frá börnum, mökum og daglegu amstri. Ég reikna fyllilega með að við verðum ennþá betri vinkonur í lok ferðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka mikið til "stelpuferðarinnar" okkar - jiii hvað þetta verður gaman!

Svava 21.11.2014 kl. 07:48

2 identicon

þú setur stelpur í "gæsalappir"!!! Erum við í alvöru ekki ennþá stelpur? ég lít á mig sem stelpu ... það er kannski bara ég, enda næstum sú yngsta í hópnum og ég er ekki einu sinni að fara með ykkur.... grenj, ég stelpan er ekki að fara með ykkur :-(
Bæ ðe vei, ég elska bloggið þitt, þú ert hrikalega skemmtilegur penni :-)

Ingibjörg 21.11.2014 kl. 10:48

3 Smámynd: JG

Fjarlægði gæsalappirnar. Þetta er alveg rétt hjá þér.

JG, 21.11.2014 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband