Ekur þú um á svörtum Honda Accord? Passaðu þig á bílaþjófum!*

*Dæmigerð dagblaðsfyrirsögn.

Ég get ekki ímyndað mér að það sé mikill markaður fyrir stolna bíla hérna á Íslandi, hef á tilfinningunni að bílum hér sé frekar stolið annað hvort til að nota þá í stuttan tíma eða þá til að stela úr þeim varahlutum, en í t.d. Evrópu, þar sem er auðveldara að koma þeim langt í burtu á stuttum tíma, er líflegur markaður fyrir stolna bíla.

Ég var að vafra á netinu í fyrradag og, eins og vill gerast, lenti ég eftir flóknum krókaleiðum inni á vefsíðu þar sem fjallað var um bílaþjófnaði. Hún leiddi mig síðan áfram í að skoða efnið betur, og ég komst að ýmsu áhugaverðu.

Mest stolni bílaliturinn?SvarturBlárHvíturÞað var fróðlegt að uppgötva að algengustu litirnir á þeim bílum sem er stolið eru alltaf vinsælustu bílalitirnir á hverjum tíma. Núna er til dæmis algengast að svörtum, bláum og silfruðum/gráum bílum sé stolið í Evrópu, því það eru vinsælustu litirnir nú um stundir.

Í Bandaríkjunum eru þrír vinsælustu litirnir, bæði hjá bílakaupendum og bílaþjófum, silfurgrár, hvítur og svartur, í þessari röð.

Bestu litirnir til að fæla frá þjófa munu hins vegar vera túrkísblár, gulur og bleikur, allt bílalitir sem njóta lítilla vinsælda. Samkvæmt þessu ætti ég því að láta sprauta bílinn tyggjóbleikan, heiðgulan eða túrkíssanseraðan til að fæla frá þjófa. Kannski bara alla saman?

Fáðu þér þennan lit á bílinn ef þú vilt tryggja þig gegn þjófnaði.

Hollensk rannsókn leiddi í ljós að fyrir um 20 árum síðan, þegar rauður var vinsæll bílalitur þar í landi, var það einmitt algengasti liturinn á bílum sem var stolið.

Einhver kann að segja að fylgnin á milli vinsælla bílalita og lita á stolnum bílum sé bara af því að það eru minni líkur á að bílaþjófurinn náist með góssið ef bíllinn er í algengum lit, en einhvern veginn hafa rannsakendur komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé vegna þess að það sé auðveldara að selja bíl ef hann er í vinsælum lit, og svo fáist líka hærra söluverð fyrir hann (duh!). Atvinnubílaþjófar eru greinilega með markaðslögmálin á hreinu.

Það er hins vegar afar mismunandi hvaða bílategundum er algengast að sé stolið, eftir löndum og álfum, en í Þýskalandi eru það t.d. bílar framleiddir af Volkswagen sem er mest stolið af, sem kemur ekki á óvart því VW mun framleiða um 20% af þeim bílum sem eru seldir þar. Sá bíll sem mest er stolið af í Þýskalandi var hins vegar ákveðin týpa af BMW.

Og hvað með Honda Accord? Jú, það mun vera mest stolna týpan af bíl í Bandaríkjunum.

Ekki beint sú mynd sem dregin upp í bíómyndum eins og Gone in 60 Seconds.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband