Dýnan í rúmið

Eitt af því sem ég kem til með að þurfa að huga vel að með bílinn er að kaupa góða dýnu ofan á rúmbekkinn. Ég ekkert unglamb lengur og skrokkurinn á mér er ekki lengur þannig að ég geti sofið á hverju sem er. Þeir dagar þegar ég gat hreiðrað um mig ofan á fóðurbætispokum (í einu eftirminnilegu hestaferðalagi á Suðurlandi), sofið á þunnum tjalddýnum (ótal útilegur) eða á beru gólfi (æskuminning) eru liðnir, þó að enn geti ég sofnað hvenær sem er ef undirlagið er tiltölulega þægilegt og stöðugt og hávaðinn undir óþolsmörkum. Það er t.d. ekkert mál fyrir mig að sofna sitjandi í flugvél eða rútu eða bíl. En þetta var útúrdúr.

Dýnan er eitt það mikilvægasta sem ég mun koma til með að þurfa að fá mér í bílinn. Án hennar verður þetta bara rúntmaskína með klósetti og eldunaraðstöðu. Svampdýnur eru góðar til síns brúks, en ég er orðin vön að sofa á gormadýnum og held að ein slík sé málið. Ég á góðar minningar frá eftirminnilegri langferð á breyttri rútu þar sem voru gormadýnur í öllum rúmum og hreyfingin á rútunni upp í gegnum fjaðrandi dýnuna ruggaði manni notalega inn í svefninn. (Ekki fyrirmyndarhegðun, því það er alls ekki sniðugt að liggja í rúminu í húsbíl á ferð, en þegar maður er ungur er maður ekkert að pæla í slíku). Ég segi kannski síðar meira frá því ferðalagi, á að minnsta kosti eftir að segja eitthvað frá rútunni sjálfri.

Ég er reyndar nýlega búin að fá mér heilsurúm með dýnu úr minnissvampi, en það er allt of dýr pakki fyrir ferðarúm sem verður í mesta lagi notað í 30 nætur á ári. Þar að auki er ekkert sérstaklega þægilegt að sitja á þeim til lengdar.

Nei, gormadýna var það heillin, og hana þarf að sérpanta. Ég skoðaði vefsíður helstu verslana sem selja svoleiðis og engin þeirra bauð upp á fullorðinsdýnu mjórri en 80 cm. Rúmið er 70 cm breitt og því verður úrræðið að panta sérsmíðaða dýnu frá RB Rúm, sem er ekki mikið dýrara en að kaupa tilbúið.

En þetta er framtíðarpæling. Dýnan verður ekki keypt fyrr en hægt er að setja hana beint í bílinn, sem sagt þegar allt hitt er tilbúið. Af því að það verður líka setið á henni, þá held ég að ég saumi utan um hana hlíf. Enn eitt sem fer á minnislistann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband