Pælingar um innréttingu og geymslupláss í húsbílinn

Nú eru framkvæmdir hafnar við innréttinguna, sem er eiginlega bara skápur. Sökkullinn er sem sagt kominn upp:

Sökkullinn undir skápinn.

Skápurinn verður 80 cm hár og 160 cm langur. Borðplatan verður 40 cm djúp og skagar nokkra sentímetra fram fyrir skápinn, sem hvílir hvílir á 5 cm háum og 35 cm djúpum sökkli. Sökkullinn, sem er opinn - þ.e. það er ekki botn á milli hans og restarinnar af skápnum - er til að gefa aðeins meira tárými án þess að fórna of miklu geymsluplássi. (Eins skagar rúmbotninn um 10 cm fram fyrir hliðina á rúminu, til að hægt sé að sitja þar með fæturna aðeins undir sig). 

Innréttingin mun ná frá afturhurðinni og aðeins inn á hliðarhurðina farþegamegin. Það verður sennilega ekki borðplata alla leið - það er eiginlega ákveðið að það verði keypt kælibox sem mun hvíla í hólfi við endann á innréttingunni og af því að það opnast upp er betra að hafa ekki borðplötu yfir því, því mig langar ekkert að þurfa að draga það fram í hvert skipti sem ég vil komast í það.

Svo verða líklega tvær skúffur (a.m.k. keypti pabbi tvö pör af skúffuberum í gær) undir hnífapör, minni eldunaráhöldin og annað smálegt. Svo er ég með áætlun um að útbúa útdraganlega borðplötu til að nota við skriftir. Það er gert með því að setja lista beggja vegna innan á hliðarnar í annarri skúffunni og leggja þar niður lausa krossviðarplötu.

Plássið inni í innréttingunni kemur aðallega til með að verða fyrir kæli, gaskút, vatnbrúsa, skolvatnsbrúsa, hreinlætisvörur, eldunaráhöld og annan þægindaaukandi búnað sem skilur á milli húsbíls og útilegubíls.

Nema klósettið.

Það fer undir rúmið.

Ég vil nefnilega hafa það sem lengst frá staðnum þar sem ég útbý mat.

Þó ég komi til með að byrja með rafmagnskælibox hugsa ég að ég fái mér kannski ísskáp seinna. Innréttingin verður þannig hönnuð að það verður auðvelt að breyta henni fyrir t.d. ísskáp. Eins langar mig í sambyggðan vask og eldunarhellu með loki, en held ég byrji með vaskafat og litla útilegueldunarhellu sem tekur einnota gasbrúsa, nú eða þá prímus, en geri ráð fyrir að hægt verði að saga úr borðplötunni fyrir hinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband