Að breyta sendiferðabíl í húsbíl, 5. hluti

Á mánudaginn fór ég eftir vinnu og náði í meira Reflectix og ók síðan í Kópavoginn. Þar beið pabbi og var búinn að kaupa meira masónít og saga út þær tvær panelplötur sem vantaði. Þær eru því tilbúnar, en fara ekki upp fyrr en búið er að fóðra með teppi og ganga frá þeim á annan hátt (þ.e. bólstra plöturnar rúmmegin og mála eða yfirdekkja hinar).

Hér er ein af plötunum sem voru í bílnum, ásamt tilsniðinni einangrun:

Panelplata og tilsniðin einangrun.

Við drifum síðan í því að klára að einangra undir plöturnar sem voru í bílnum, þ.e. í loftinu, hliðarhurðunum og afturhurðunum.

Svona lítur stærri afturhurðin út þegar búið er að taka af henni panelinn:

Strípuð afturhurðin.

Fremri hlutann af loftinu höfðum við klárað á laugardeginum. Við tókum plöturnar niður og sniðum Reflectixið eftir þeim. Pabbi hafði ekki bara lagt einangrun undir fremri loftplötuna, heldur tróð hann líka einangrunarefni undir loftklæðninguna yfir farþegarýminu, eins langt og hann kom því.

Næsta verk á dagskrá er að smíða rúmið. Ætlunin er að fella það alveg inn á sinn stað og taka það síðan niður til að hægt sé að setja einangrunarteppið á veggina. Ætli við förum ekki í Bauhaus eftir vinnu í dag til að kaupa efnið í rúmið, og sennilega í innréttinguna líka.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er 0rðið nokkuð spennandi og mjög skemmtilegt og fróðlegt blog. Gangi ykkur feðginum vel með framhaldið.

Kjartan 12.11.2014 kl. 08:12

2 Smámynd: JG

Takk :-)

JG, 12.11.2014 kl. 08:17

3 identicon

jiii hvað þetta er spennandi, þið eruð bara snillingar
Kv Ingibjörg

Ingibjörg 12.11.2014 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband