Að breyta sendiferðabíl í húsbíl, 4. hluti

Einangrunarefnið komið í. Mikil diskóstemning í gangi.Á laugardaginn settum við einangrunina í gólfið í bílnum og pabbi skrúfaði niður gólfplötuna, og síðan fór talsverður tími í að búa til mát fyrir panelplöturnar sem eiga að fara í gluggahólfin í hliðunum.

 

Stífa mátið lagt við.Mátin eru gerð þannig að fyrst er sléttaður kraftpappír yfir það sem á að sníða eftir og merkt við útlínurnar með blýanti. Síðan er mátið klippt út eftir blýantslínunum. Af því að pappírinn var erfiður viðureignar og krullaðist alltaf upp eða gekk í bylgjum ákváðum við að búa til endanlegt mát úr kartoni. Við límdum kraftpappírmátið ofan á stykki af kassakartoni og klipptum nýtt, stíft mát úr því. Síðan var farið með það í bílinn og klárað að sníða það nákvæmlega. Loks lögðum við það ofan á masonítplötuna og tókum útlínur af því, og pabbi sagaði síðan út panelinn með stingsög. Við endurtókum svo leikinn með minni plötuna.

Panelplöturnar.Við náðum tveimur panelplötum, einni stórri og einni lítilli, út úr gömlu masónít-skápsbaki sem ég hélt eftir þegar skápurinn fór í endurvinnslu. Hinar tvær plöturnar verða sniðnar eftir hinum plötunum, úr nýrri masónítplötu og restin af henni nýtist eflaust í eitthvað annað. Þegar skrúfugötin eru komin í plöturnar sem verða við rúmið tek ég þær með mér heim til að bólstra þær, því ég kem til með að liggja upp við þær þegar ég sef og vil þess vegna hafa þær mjúkar.

Við erum ekkert að hamast við þetta, tökum það með rónni og vöndum okkur frekar. Ég vonast nú samt til þess að við verðum búin að klæða flutningsrýmið að innan fyrir jól.

Þegar ég segi “við” á ég auðvitað við pabba. Hann stjórnar ferðinni og er bæði arkitekt og smiður í þessu verki.

Ég er hins vegar aðstoðarhönnuður og handlangari. Mamma er í klappliðinu og sér um veitingar.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fínasta verkaskipting sýnist mér. Miðað við það sem þið eruð nú þegar búin að afreka þá finnst mér ekkert ólíklegt að þið náið að klæða fluttningsrýmið fyrir jól... þú óskar væntanlega bara eftir húsbílavörum í jólagjöf þetta árið :)

Svava 13.11.2014 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 32993

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband