Miðvikudagur, 5. nóvember 2014
Að velja gott nafn á húsbílinn sinn
...er næstum því eins erfitt og að temja drekann sinn. Maður vill ekki að það sé hallærislegt, ófrumlegt eða fráhrindandi. Helst af öllu vill maður að nafnið sé einstakt, frumlegt og skemmtilegt.
Ég hef hingað til skýrt bílana mína með hestanöfnum sem pössuðu við litinn á þeim. Kannski ekki mjög frumlegt, en það virkar fyrir mig. Þannig var fyrsti bíllinn minn, ljós Fiat Panorama, nefndur Bjartur. Tveir smábílar (Toyota Starlet og Peugeot) sem ég átti ekki en hafði afnot af voru Rauðka og Rauður, MMC Coltinn minn var Mósi og Toyotan sem ég ek um á núna er Grána. Toyotan sem ég átti á undan Gránu var undantekningin því hún var grænsanseruð á lit og fékk aldrei nafn, þó mér dytti reyndar í hug að kalla hana Drekafluguna.
Nýi bíllinn er hvítur. Skjanna-, blindandi-, skærhvítur. Annar skítsælasti bílalitur á jarðríki á eftir svörtum. Svoleiðis bíll ætti eiginlega að heita Skjóni, en mig langar ekki að skýra hann einu hestanafninu enn. Sennilega bíð ég bara þangað til að ég er búin að nota hann í einhvern tíma og sé til hvað mér dettur í hug. Kannski er þetta ekki einu sinni strákur, heldur stelpa. Það verður bara að koma í ljós.
Annars vorum við mamma að ræða þetta um daginn. Þau pabbi eru með frumlegt nafn á sínum húsbíl sem oft hefur orðið að umræðuefni þegar húsbílafólk kemur saman, því allir vilja vita hvað liggur að baki nafninu. Mamma nefndi nokkur nöfn og þar á meðal var Víðförli. Þá fékk ég hugdettu og spurði af hverju ekki bara Þorvaldur? Það tók hana nokkur augnablik að fatta brandarann.
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha ha já það væri ekki ónýtt að nefna bílinn í höfuðið á Þorvaldi víðförla :)
Svava Guðrún Sigurðardóttir 6.11.2014 kl. 14:50
Sigrún Effa stingur upp á því að nefna bílinn Snjókarl - því snjór er skemmtilegur :)
Lárus Björn stingur upp á nafninu Hvinur - því honum finnst það hæfa bílnum vel :)
Ég hélt að Lárus Björn ætti við að þessum bíl yrði ekið sko hratt að það hvini í öllu ha ha ha en sú var ekki raunin.
Sigrún Efemía og Lárus Björn 6.11.2014 kl. 21:16
Takk fyrir uppástungurnar. Þær fara á listann
Ég ætla að bíða neð nafngjöf þar til ég kynnist bílnum betur.
JG, 7.11.2014 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.