Miðvikudagur, 29. október 2014
Tryggingar
Áður en ég fór til að sækja kerruna fór ég inn á vefsíðu tryggingafélagsins til að athuga hvort búið væri að tryggja bílinn. Bílasölur sjá yfirleitt um slíkt, en ég vildi vera viss um að kaskótryggingin hefði ekki gleymst.
Mitt einkasvæði á vefsíðunni opnaðist og það var sjokk: ábyrgðartryggingin hljóðaði upp á tæpar 200 þúsund krónur, og kaskóið rétt tæp 100 þúsund. Ég var í hálfgerðri andnauð þegar ég hringdi í tryggingafélagið, því ég hafði fengið allt aðrar og viðkunnanlegri upphæðir uppgefnar nokkrum dögum áður.
Í ljós kom að þeir hjá Heklu höfðu sent upplýsingar um að þetta ætti að vera atvinnubíll - enda eru VW Caddyarnir seldir sem slíkir - þó að þeir vissu reyndar að þetta átti að verða einkabíll. Þegar sá misskilningur hafði verið leiðréttur lækkuðu upphæðirnar niður í viðunandi tölur og andardrátturinn léttist: ábyrgðartryggingin er bara rúmlega 95 þúsund og kaskóið rúmlega 40 þúsund.
Ég var búin að taka gamla bílinn úr kaskó, þannig að róðurinn verður ekkert allt of þungur að tryggja tvo bíla, og í vor verður ástandið vonandi orðið þannig að ég get látið hinn bílinn fara. Það verður eiginlega að gerast, því sumardekkin á Toyotunni eru orðin frekar slitin og það þarf sennilega að kaupa ný í vor. Það er reikningur upp á lágmark 80 þúsund og dreifist ekki yfir árið eins og tryggingarnar. Ég vil helst sleppa við að kaupa ný dekk undir bíl sem ég eru um það bil að fara að selja.
Meginflokkur: húsbílar | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:35 | Facebook
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 32977
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.