Búin að fá bílinn

dsc00841.jpgÉg fékk bílinn afhentan í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem ég eignast alveg nýjan bíl og tilfinningin er sérstök. Ég fékk að fara úr vinnunni til að sækja hann og pabbi hitti mig við Heklu þar sem við tók hátíðleg athöfn: opinber afhending á tækinu með miklum handaböndum og öskju af konfekti (sem reyndist útrunnið þegar til kom, en bragðaðist samt vel) og kennsla á ýmsan tækjabúnað í bílnum.


Það er t.d. hægt að tengja saman bílinn og snjallsíma með bluetooth-tækni þannig að þegar síminn hringir lækkar sjálfkrafa í útvarpinu, það er hægt (að vissum tæknilegum skilyrðum uppfylltum) að sjá á mælaborðstölvunni hver er að hringja í mann, og svo er innbyggður handfrjáls búnaður í bílnum. Ætli þetta sé ekki orðinn staðalbúnaður í bílum í dag?


dsc00838.jpgÍ bílnum er líka símkort sem er notað til að stýra olíukyndingunni í honum. Ef ég sæki mér ákveðið app get ég sem sagt ræst kyndinguna með því að hringja í bílinn úr snjallsíma og hitað hann upp áður en ég kem út í hann. Reyndar kemur það ekki til með að gagnast mér mikið dagsdaglega, því það gengur á rafgeyminn og ég er yfirleitt ekki á nógu löngum akstri innanbæjar til að hlaða rafgeyminn almennilega eftir slíkt. Það er hins vegar líka hægt að ræsa olíukyndinguna innan úr bílnum. Á ferðalögum þýðir þessi kynding að ég get hitað upp bílinn á nóttunni án þess að ræsa vélina og vekja upp hálft tjaldstæðið í kringum mig. Ég ákvað að vera ekkert að sækja appið fyrr en ég fer að nota bílinn fyrir alvöru, og kem varla til með að nota það mikið, en það er gott að hafa það ef með þarf.


Svo er aksturstölva í honum. Sumt kannast ég við úr Toyotunni minni, s.s. meðaleldsneytisnotkun, en annað var nýtt fyrir mér, s.s. eldsneytiseyðsla í ferð, o.fl.


Að athöfn lokinni ók ég honum inn í Kópavog til mömmu og pabba, þar sem hann verður næstu mánuðina á meðan við pabbi dundum okkur við að innrétta hann. Ég fer að heimsækja bílinn eftir vinnu í dag og ætla þá að setjast inn í hann með handbókina og læra á tækin.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 32977

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband