Jæja, þá kom að því

 

Síðasta færsla var skrifuð fyrir um mánuði síðan, en ég kom mér ekki að því að birta hana fyrr en í gær, því ég vissi ekki hvað væri langt í að bílakaup kæmust í höfn.

 

Það gerðist síðan hraðar en ég átti von á: Ég er nú orðin eigandi að splunkunýjum Volkswagen Caddy Maxi. 

Það kom mér á óvart að sjálfskiptur bíll af þessari tegund er ekki dýrari en beinskiptur bíll með sömu mál, kraft og aukabúnað, því oftast kostar sjálfskipting nokkur hundruð þúsundum meira en beinskipting. Svo er í honum olíumiðstöð, afar sniðugt tæki sem er t.d. hægt að ræsa úr fjarska með appi í snjallsíma, þannig að það verður liðin tíð að koma út í kaldan bíl á veturna (ef maður þá man eftir að ræsa tækið).

Ég fæ bílinn í hendurnar einhvern tímann á næstu dögum en fer væntanlega ekki að keyra mikið um á honum fyrr en í vor, því hann verður hjá pabba næstu mánuðina á meðan innréttingin er í smíðum. Því mun ég halda í Gránu gömlu (Toyota Avensis) fram á vorið.

 

Ég tek auðvitað mynd af nýja klárnum og hendi henni inn um leið og tækifæri gefst. Þangað til er hérna mynd af Gránu, tekin við Jökulsárlón sumarið 2009 (smellið á myndina til að skoða kerruna  betur):

 

img_5471.jpgVið fórum í prufuakstur á mánudaginn og þó að sá bíll væri reyndar beinskiptur, þá var gaman að fá að prófa hann. Bíllinn er mjög léttur í stýri, lipur og með lítinn snúningspunkt, en fjöðrunin, sérstaklega á afturöxlinum, er hörð, sem fannst berlega þegar ég ók yfir hraðahindrun á hraða sem Grána hefði varla tekið eftir. Caddyinn er hins vegar hannaður til að bera umtalsvert meiri þunga en fólksbíll, mig minnir um 750 kg. Samkvæmt umsögn um þessa bíla sem ég las á netinu mýkist fjöðrunin þegar það er hlass í bílnum, og ég reikna með að innréttingin komi til með að verða nægilega þung til að mýkja fjöðrunina aðeins. Úti á þjóðvegi finnur maður auðvitað ekkert fyrir þessu.

Og nú er sem sagt komið að yfirlýsingu um tilganginn með þessari bloggskorpu: Ætlunin er að leyfa þeim sem áhuga hafa að fylgjast með framkvæmdunum við bílinn frá tómu flutningsrými yfir í stúdíóíbúð á hjólum. Þess á milli verður póstað um allt á milli himins og jarðar.

 

Enda þetta á dáleiðandi gif-teiknimynd sem ég fann á Giphy:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 32977

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband