Færsluflokkur: fjölmiðlar
Föstudagur, 9. janúar 2015
Er þetta húmor, eða?
Ég rakst áðan á þessa frétt á DV.is, sem fjallar um ljósmyndatöku af flugvél sem virðist vera nánast ofan í Holuhraunsgosinu. Fjarlægðin, sem er um 300 metrar, er kannski í það minnsta, en varla þannig fólkið í flugvélinni sé í mikilli hættu. Myndin er nefnilega tekin með aðdráttarlinsu. Þær skila minni dýpt en gleiðlinsur og þannig lætur linsan flugvélina virðast vera hættulega nærri gosinu.
Næst fylgdi ég krækju á upprunalega frétt breska götublaðsins Daily Mail af myndatökunni. Fréttir þess blaðs eru oft uppfullar af skemmtilegum villum, röngum fullyrðingum og hlálegri málfræði, en í þetta skipti var það ein athugasemdin sem vakti athygli mína. Ef þetta á að vera húmor, þá er þetta vel heppnuð háðsádeila á heimsku fólks sem skrifar athugasemdir án þess að hafa lesið almennilega það sem það er að fjalla um, og þar að auki á staðalmynd hins heimska Ameríkana, en því miður held ég, miðað við aðrar athugasemdir sem ég hef lesið við fréttir í DM, að honum sé fúlasta alvara:
fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar