Færsluflokkur: ljósmyndun
Fimmtudagur, 11. júní 2015
Svipmyndir úr fyrstu næturgistireisunni, 2. hluti
Hvalfjörðurinn er draumur fyrir landslagsljósmyndara. Í þetta skipti stoppaði ég við líparítnámuna og tók myndir þar:
Það er líka vel þess virði að litast um eftir því smáa. Þetta fann ég t.d. niðri í fjöru rétt hjá Þylilsskálnum, utan á sjóreknu flotholti:
Þriðjudagur, 9. júní 2015
Svipmyndir úr fyrstu næturgistireisunni, 1. hluti
Ég fór í fyrstu næturgistireisuna á bílnum helgina 9. til 10. maí. Þetta var bara ein nótt, svona til að prófa mig áfram með þetta. Ég hóf ferðina með því að aka upp á Þingvelli og tók smá hring við vatnið, og fór síðan yfir í Hvalfjörðinn um Kjósarskarðsveg með viðkomu í Kaffi Kjós. Hér eru nokkrar myndir úr þessum legg ferðarinnar:
Mér hefur alltaf þótt þetta hús (sumarbústaður? veiðihús?) vera svolítið sjarmerandi:
Horft inn Hvalfjörðinn. Í góðu veðri er það þess virði að keyra fjörðinn bara út af landslaginu (en reyndar er vegurinn skemmtilegur líka, sérstaklega sunnanmegin):
Uppi við Steðja (Staupastein). Ég hef farið um Hvalfjörðinn ég-veit-ekki-hversu-oft, en það er oft, því ég var komin með bílpróf áratug áður en Hvalfjarðargöngin opnuðu, og þetta er í fyrsta skipti sem ég fer upp að Steðja:
Svo er ein dæmigerð póstkortamynd af Þyrli í lokin:
Föstudagur, 9. janúar 2015
Er þetta húmor, eða?
Ég rakst áðan á þessa frétt á DV.is, sem fjallar um ljósmyndatöku af flugvél sem virðist vera nánast ofan í Holuhraunsgosinu. Fjarlægðin, sem er um 300 metrar, er kannski í það minnsta, en varla þannig fólkið í flugvélinni sé í mikilli hættu. Myndin er nefnilega tekin með aðdráttarlinsu. Þær skila minni dýpt en gleiðlinsur og þannig lætur linsan flugvélina virðast vera hættulega nærri gosinu.
Næst fylgdi ég krækju á upprunalega frétt breska götublaðsins Daily Mail af myndatökunni. Fréttir þess blaðs eru oft uppfullar af skemmtilegum villum, röngum fullyrðingum og hlálegri málfræði, en í þetta skipti var það ein athugasemdin sem vakti athygli mína. Ef þetta á að vera húmor, þá er þetta vel heppnuð háðsádeila á heimsku fólks sem skrifar athugasemdir án þess að hafa lesið almennilega það sem það er að fjalla um, og þar að auki á staðalmynd hins heimska Ameríkana, en því miður held ég, miðað við aðrar athugasemdir sem ég hef lesið við fréttir í DM, að honum sé fúlasta alvara:
ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hér og þar og alls staðar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar