Færsluflokkur: hrekkir

Froða

Kem þessu hér með á framfæri ef einhverjir hrekkjalómar þarna úti vilja nýta sér það:

kolsyruhylki.jpg

Ónefnd vinkona mín fékk gesti og bar á borði fyrir þá dýrindis franska súkkulaðiköku og rjóma í rjómasprautu. Einn gesturinn spurði hvað hún hefði sett í kökuna sem léti smella í henni á tungunni. Allir fóru að velta þessu fyrir sér, þar til gestgjafinn uppgötvaði að það var rjóminn en ekki kakan sem framkallaði smellina. Einn gesturinn hafði á orði að bragðið af rjómanun væri eins og það væri sódavatn saman við hann – hann væri froðukenndari en hann ætti að vera og það væri kolsýrubragð af honum.

Þá rann upp ljós fyrir gestgjafanum: hún hafði keypt nýja tegundpop-rocks.jpg af gashylkjum. Pakkinn var sóttur og þá kom í ljós að í staðinn fyrir rjómasprautugas hafði hún gripið lítil kolsýruhylki fyrir gosvélar.

Kolsýran hafði blandast rjómanum þannig að borða hann var eins og að borða Pop Rocks-sælgæti, sem springur á tungunni og framkallar smelli. Þetta má vel útfæra sem hrekk, þó að það væri auðvitað ennþá sniðugra að fela Pop Rocks í lituðu kremi á köku, en þá verða menn líka að vera snöggir að bera kökuna fram áður en lætin byrja. 

 

 

rRk1ZMfaHrOAE


Um bloggið

Hér og þar og alls staðar

Höfundur

JG
JG

Ég er þýðandi að atvinnu og aðaláhugamálin eru lestur og ferðalög. Bloggið fjallar aðallega um ferðalög, en veturinn 2014-2015 var mikið fjallað um húsbíla, því þá var ég, með góðri aðstoð og verkstjórn föður míns, að breyta Volkswagen Caddy sendiferðabíl í einn slíkan og hélt dagbók yfir ferlið, sem vonandi getur gagnast öðrum sem hafa hug á að gera hið sama. Nú er ég farin að ferðast á bílnum og því aftur byrjuð að blogga um ferðalög.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...23_16_41_09
  • 233px-deutschland lage des saarlandes svg.png
  • ..._10_14-3027
  • ...capture
  • ...ack-tattoo4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband